For­svars­menn Lager Iceland, móður­fé­lags Rúm­fata­lagersins, vita ekki hver það var sem sveik rúmar níu­hundruð milljónir króna út úr fé­laginu, en þetta stað­festir Þórarinn Ingi Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri fé­lagsins, í sam­tali við mbl.is í kvöld.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá kom málið upp í ágúst á síðasta ári en um er að ræða þaul­skipu­lagðan glæp er­lendra tölvu­þrjóta. Er málið til rann­sóknar hjá Héraðs­sak­sóknara í sam­vinnu við er­lend lög­reglu­yfir­völd en málið teygir sig meðal annars til Asíu.

Þórarinn tekur fram að hann hafi ekki verið fram­kvæmda­stjóri þegar svikin áttu sér stað en nánast öll fjár­hæðin hafi verið endur­heimt. Segir hann að það hafi verið langur ferill að endur­heimta fjár­munina.

„„Þetta er bú­inn að vera lang­ur fer­ill, það ger­ist með sam­­starfi okk­ar starfs­manna, sam­­starfs­­fé­laga okk­ar í Hollandi og lög­regl­unn­ar hér á Ís­landi og í Kína og svo auð­vitað lög­­manns­­stofu í Kína líka,“ seg­ir Þór­ar­inn.