Markaðurinn

Viðsnúningur hjá Högum

Viðsnúningur er hafinn hjá Högum eftir erfitt rekstrarár, segir í viðbrögðum IFS greiningar við uppgjöri fjórða ársfjórðungs.

Finnur Árnason, forstjóri Haga. Fréttablaðið/Eyþór

Viðsnúningur er hafinn hjá Högum eftir erfitt rekstrarár, segir í viðbrögðum IFS greiningar við uppgjöri fjórða ársfjórðungs. Landsbankinn segir í sínum viðbrögðum að sala Haga hafi verið yfir væntingum á fjórðungnum og að merki séu um að „samkeppnin á matvörumarkaði sé að róast“.

Hlutabréf félagsins hækkuðu um sjö prósent í gær sem rekja má meðal annars til þess að stjórnendur telja að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta muni aukast um 21 prósent á yfirstandandi rekstrarári frá fyrra ári og muni nema um fimm milljörðum króna. Til samanburðar gerði Landsbankinn ráð fyrir að sá hagnaður yrði 4.548 milljónir króna. Rekstrarár Haga er frá mars til febrúar.

Landsbankinn segir að uppgjör Haga fyrir fjórða ársfjórðung hafi verið undir væntingum. Aftur á móti ef litið sé fram hjá einskiptiskostnaði vegna leigugreiðslna í Holtagörðum, sem nam 445 milljónum króna, hafi uppgjörið verið yfir spá bankans. „Sala og framlegð voru yfir spá okkar og launakostnaður undir því sem við gerðum ráð fyrir á fjórðungnum.“

Landsbankinn reiknaði með að tekjurnar myndu dragast saman um 6,7 prósent en þær drógust saman um 5 prósent. Spá IFS varðandi tekjusamdrátt gekk eftir. Verðhjöðnun er einkum tilkomin vegna styrkingar íslensku krónunnar, betri innkaupa og lægra innkaupsverðs. Hagnaður Haga nam 461 milljón á fjórðungnum og var 31% undir spá Landsbankans og 39 prósent undir spá IFS. Skekkjan helgast fyrst og fremst af einskiptisliðum.

IFS vekur athygli á að Högum hafi tekist að halda sama framlegðarhlutfalli á milli ára en það var 24,8% á rekstrarárinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ó­gilda sam­runa Lyfja og heilsu og Apó­teks MOS

Innlent

Fjár­mála­reglurnar veita falskt öryggi

Erlent

Uber seldi skuldabréf fyrir tvo milljarða dala

Auglýsing

Nýjast

Origo hækkaði um 5,77 prósent

Krónan réttir úr kútnum

Sala Domino's á Íslandi jókst um tæp 5 prósent

Már kynnti hugmyndir um innflæðishöftin

Greiðir milljarða í málskostnað vegna Tchenguiz

Af­koma í ferða­þjónustu á lands­byggðinni versnar

Auglýsing