Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár.

Hækkanir síðustu þriggja mánaða þýða 38,5 prósenta hækkun á heilu ári. Síðustu sex mánuði hafur vístalan hækkað sem nemur 27,9 prósent ef miðað er við heilt ár. Hækkun apríl mánaðar samsvarar ríflega 30 prósenta hækkun á heilu ári. Virðist nú vera að draga úr hraða hækkunar íbúðaverðs eftir að hann jókst á síðasta ári.

Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir 9 flokka íbúðarhúsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði.