Eig­endur sjávar­út­vegs­fyrir­tækjanna Vísis hf. og Þor­bjarnar hf. standa nú í við­ræðum um stofnun nýs sjávar­út­vegs­fyrir­tækis í Grinda­vík en þetta kemur fram í frétta­til­kynningu um málið.

„Mark­mið eig­enda fé­laganna, sem allir verða á­fram hlut­hafar, er að búa til nýtt og kröftugt fyrir­tæki sem jafn­framt getur fylgt eftir tækni­nýjungum og svarað aukinni kröfu markaðanna,“ segir í frétta­til­kynningu.

Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf., og Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf.

Verður nýtt fé­lag með sex­tán milljarða króna veltu

Fyrir­tækin eru svipuð að stærð og hafa áður unnið tals­vert saman. Bæði Vísir, sem stofnað var árið 1965, og Þor­björn, sem stofnað var árið 1953, eru rót­gróin og öflug sjávar­út­vegs­fyrir­tæki.

„Ef af verður, verður nýtt fé­lag með rúm­lega 44.000 tonn af afla­heimildum, um það bil 16 milljarða króna veltu og vel yfir 600 manns í vinnu,“ segir í til­kynningunni en sam­kvæmt á­ætlun mun fé­lagið taka til starfa um ára­mótin ef við­ræður ganga.