Héraðs­dómur Reykja­víkur vísaði í dag frá dómi kröfum Gylfa Sig­fús­sonar, fyrr­verandi for­stjóra Eim­skips, um að rann­sókn Héraðs­sak­sóknara á hendur honum verði hætt.

Sam­kvæmt til­kynningu Eim­skips um málið mun Gylfi vísa niður­stöðunni til Lands­réttar.

„Sam­keppnis­eftir­litið hefur haft mál­efni Eim­skips sam­fellt til rann­sóknar síðan 2010 eða í rúm­lega níu ár,“ segir í til­kynningu Eim­skips um málið síðast­liðinn maí. Krafa Gylfa var sú að hætt verði við rann­sókn lög­reglunnar á kæru Sam­keppnis­eftir­litsins frá árinu 2014.

Krafan var lögð fyrir héraðs­dóm í maí á þessu ári en í henni kemur fram að rann­sókn Sam­keppnis­eftir­litsins hafi ekki hafist með lög­mætum hætti.