Hópur fjárfesta, þar á meðal Virgin Atlantic, hefur keypt flugfélagið Flybe fyrir 2,2 milljónir punda. Flugfélagið verður framvegis rekið undir merkjum Virgin Atlantic.

Nýir eigendur munu leggja félaginu til 100 milljónir punda; hlutafé verður aukið um 80 milljónir punda og það fær 20 milljón punda lán. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Hluthafar Flybe fá 1 pens greidd fyrir hvern hlut en fyrirtækinu var fleytt á hlutabréfamarkað á genginu 295 pens árið 2010. Fyrir afkomuviðvörun í október var gengið um 30 pens.

Christine Ourmières-Widener, forstjóri Flybe, segir að greinin hafi glímt við hærra eldsneytisverð, gengissveiflur og óvissu í kringum fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Höfuðstöðvar Flybe eru í Exter í Englandi og flytur um átta milljónir farþega á ári.

Í frétt BBC er vakin athygli á að flugfélögin Monarch Airleins og Primera Air hafi áður farið í þrot.