Steinn Logi Björns­son, fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóri Icelandair og nú­verandi eig­andi flug­fé­lagsins Blá­fugls, segir við­ræður Icelandair við WOW air vera loka­til­raun til að bjarga fé­laginu síðar­nefnda. Hann telur Indigo partners hafa gengið of langt að Skúla Mogen­sen – jafn­vel reynt að hafa af honum allt fé­lagið. 

„Þeir virðast hafa al­gjör­lega ætlað að slíta Skúla og hann fengi ekkert út úr þessu. Auð­vitað reynir Skúli allar leiðir, það gera særð ljón. Það er mann­legt og eðli­legt og auð­vitað hefur það á­hrif,“ segir Steinn Logi í sam­tali við Vísi. 

Hann segir Icelandair standa hallari fæti nú en þegar síðustu við­ræður áttu sér stað, vegna kyrr­setningar á Boeing Max8 flug­vélum. 

„Núna er Icelandair með þrjár slíkar vélar og tekur við sex vélum á næstu mánuðum. Það gæti því verið að þeim vantaði níu velar. Ef allt fer á versta veg. Auð­vitað er hvatinn því allt annar núna og meiri að skoða þetta upp á nýtt,“ sagði Steinn Logi í Morgunút­varpinu á Rás 2. 

Að­spurður sagðist hann telja gjald­daga á 150 milljóna króna vaxta­greiðslu á láni WOW á mánu­dag vera á­stæðuna fyrir þeim stutta tíma sem gefinn er í við­ræðunum, sem er 25. mars. Þá yrði það hættu­legt fyrir Icelandair að kaupa kenni­tölu WOW. 

„Ef Icelandair kemur að þessu undir sömu kenni­tölu þá veit maður ekki hvort að leigu­salar og eitt­hvað mála­mynda­sam­komu­lag sem er búið að ná við þá myndi rakna upp líka. Þannig að ég held að það sé hættu­legasta leiðin og ég held að Icelandair ætti að forðast það í lengstu lög að þurfa að taka yfir kenni­töluna,“ sagði Steinn Logi.