Rúmlega 41 milljón vínylplatna seldist árið 2022 á móti 33 milljónum geisladiska.

Er þetta sextánda árið í röð sem sala á vínylplötum eykst en heildarsalan mældist í kringum 1,2 milljarða Bandaríkjadala.

Sama ár og sala vínylplatna jókst um 17 prósent minnkaði sala á tónlist í stafrænu formi um 20 prósent. Er þetta töluverð breyting frá árinu 2012 þegar stafrænt niðurhal drottnaði yfir markaðnum og var 43 prósent af heildarsölu á allri tónlist í heiminum.

„Tónlistarunnendur fá greinilega ekki nóg af hágæða hljóði og þeirri snertingu við listamennina sem vínyll býður upp á,“ segir Mitch Glazier, forstjóri Samtaka bandaríska tónlistariðnaðarins.