Banda­rískar kvik­myndir áttu hug og hjarta Ís­lendinga á síðasta ári en tekju­hæsta kvik­mynd ársins var loka­mynd A­ven­gers seríunnar, End­game. Kvik­myndin er sú fimmta tekju­hæsta síðasta ára­tuginn og halaði inn rúm­lega 92 milljónum króna.

Fjöl­skyldu­myndir eru einnig fyrir­ferða­miklar á listanum þar sem Konungur Ljónanna, Frozen 2, Toy story 4 og Aladdín eru allar ofar­lega á listanum.

Flestir sáu Agnes Joy

Að­eins ein ís­lensk kvik­mynd rataði inn á listann yfir tuttugu tekju­hæstu kvik­myndirnar en það var kvik­myndin Agnes Joy. Kvik­myndin fékk frá­bærar við­tökur á landinu og hlaut meðal annars fimm stjörnu dóm hjá Frétta­blaðinu. Agnes Joy var með rúm­lega 19.7 milljónir í tekjur og rúm­lega tólf þúsund gesti.

Heildar­tekjur af ís­lenskum kvik­myndum og heimilda­myndum fóru niður um 68 prósent frá árinu á undan. Tekjur af ís­lenskum verkum voru 76 milljónir saman­borið við tæpar 240 milljónir árið 2018 þrátt fyrir að jafn mikill fjöldi ís­lenskra verka hafi komið út milli ára. Ís­lenskar kvik­myndir bera því einungis á­byrgð á 4.8 prósent af kvik­mynda­tekjum ársins 2019.

Donna Cruz fer með aðalhlutverkið í Agnes Joy.
Anton

Tekju­hæsta ár kvik­mynda­húsa í sögunni

Níu af hverjum tíu gestum fóru á banda­ríska kvik­mynd á síðasta ári en alls runnu 91 prósent tekna í til kanans. Að­sókn í kvik­mynda­hús var í heildina góð að sögn Fé­lags rétt­hafa í sjón­varps- og kvik­mynda­húsum og sam­kvæmt Comscor­e var síðasta ár það tekju­hæsta í kvik­mynda­húsum í sögunni.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir tuttugu tekju­hæstu kvik­myndir ársins 2019 en vin­sældir mynda er raðað eftir tekjum en ekki að­sókn til að hlut­fall boðsmiða eða af­sláttar­miða í um­ferð hafi ekki á­hrif á upp­röðun myndanna.