Vín­búðin að Borgar­túni 26 gæti brátt flutt en ekki liggur fyrir hvort leigu­samningur við ÁTVR verði endur­nýjaður. Nú þegar hefur Ríkis­kaup birt aug­lýsingu fyrir hönd ÁTVR þar sem óskað er eftir nýju hús­næði.

Þetta kemur fram í Morgun­blaðinu í dag. Þar kemur fram að ÁTVR óski eftir því að taka á leigu 440 til 550 fer­metra hús­næði. Óskað er eftir því að það sé á svæði sem af­markist í grófum dráttum af Kringlu­mýrar­braut, Skip­holti, Baróns­stíg og Sæ­braut.

Haft er eftir Sig­rúni Ósk Sigurðar­dóttur, að­stoðar­for­stjóra ÁTVR að nú­gildandi leigu­samningur í Borgar­túni sé við það að renna út. Því sé ekki verið að bæta við vín­búð, heldur leita að nýju hús­næði til að skipta út Borgar­túni verði samningur ekki endur­nýjaður.