Innlent

Vill selja Ís­lands­banka og hlut í Lands­bankanum

Fjármála- og efnahagsráðherra greindi frá því í kvöldfréttum á RÚV að hann vilji á kjörtímabilinu selja Íslandsbanka og 40 prósenta hlut í Landsbankanum.

Bjarni sagði að hann vildi hefja söluferlið á þessu kjörtímabili Fréttablaðið/Ernir

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill selja Íslandsbanka og 35 til 40 prósenta hlut í Landsbanka. Frá þessu greindi Bjarni í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Þar sagði hann að ríkið ætti að draga úr umfangsmiklu eignarhaldi sínu á bönkunum og að ekki væri hægt að gera ráð fyrir háum arðgreiðslum til ríkisins um ókomna framtíð.

Hann sagði að hann vonaðist til þess að hægt verði að hefja söluferli bankanna á þessu kjörtímabili. Hann sagði þó að ákvarðanir yrðu ekki teknar fyrr en eftir að umræða um hvítbókina hefur farið fram.

Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er eins og stendur í samráðsgátt og verður þar til næsta þriðjudags. Eins og staðan er núna hefur enginn sent inn umsögn um bókina.

Hvítbókin er afrakstur starfshóps sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í febrúar 2018. Var hópnum farið að vinna hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Hægt er að kynna sér hvítbókina hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Jón Diðrik fer úr stjórn Skeljungs

Innlent

Líf og sál til liðs við Siðferðisgáttina

Innlent

Sandra nýr verk­efna­stjóri Ís­lenska bygginga­vett­vangsins

Auglýsing

Nýjast

Horner dregur framboð sitt til baka

Tómas Már tekur sæti í stjórn Íslandsbanka

Loðdýrabú á Íslandi rekin með tapi frá 2014

Bjarni sest nýr í stjórn Símans

Hrönn fjórði stjórnandinn sem fer frá Sýn

Bjóða upp á fast leigu­verð í sjö ár

Auglýsing