Hall­dór Krist­manns­son segir í yfir­lýsingu að hann vilji ljúka máli sínu við Róbert Wess­mann utan dóm­stóla. Í yfir­lýsingu sem hann sendi frá sér í morgun kemur fram að hann hefur sent stjórnum Al­vogen og Al­vot­ech nýja sátta­til­lögu „þrátt fyrir að fyrir­tækið hafi á einum og sama deginum rift ráðningar­samningi fyrir­vara­laust, höfðað mál, lekið nafni hans í fjöl­miðla og birt frétta­til­kynningar, þar sem fram kom að enginn fótur væri fyrir á­sökunum.“

„Ég hef tals­verðar á­hyggjur af því að að­gerðar­leysi Al­vogen og Al­vot­ech gagn­vart Róbert Wess­man, kunni að skaða orð­spor fyrir­tækjanna. Málið hefur vakið nokkra at­hygli er­lendis á meðal sam­starfs­aðila, við­skipta­vina og fjár­festa, sem hafa sumir hverjir sett sig í sam­band við mig. Um­ræddir aðilar hafa eðli­lega borið upp spurningar og lýst á­hyggjum af þróun mála. Sama á við um ís­lenska fjár­festa, sem komu ný­lega að fjár­mögnun Al­vot­ech, og aðra sem hafa hags­muna að gæta hér á landi. Ég vill því stíga fram og í­treka sátta­hug og vel­vilja í garð fyrir­tækjanna og sam­starfs­manna. Slík sátt setur hags­muni fyrir­tækjanna í for­gang og felur í sér að ó­háðir stjórnar­menn taki hæfi Róberts til al­var­legrar skoðunar. Auð­mýkt, virðing og al­menn skyn­semi, er það eina sem þarf til að ljúka þessu máli, með far­sælum hætti,“ segir Hall­dór í yfir­lýsingu sinni.

Efast um hæfi Róberts sem forstjóra

Hall­dór er náinn sam­starfs­maður Róberts Wess­man til 18 ára en hann steig fram í síðustu viku og lýsti harka­legum stjórnunar­háttum og ó­sæmi­legri hegðun Róberts. Hann telur þessa hegðun vekja spurningum um hæfi Róberts sem for­stjóra og stjórnar­for­manns systur­fyrir­tækjanna, Al­vogen og Al­vot­ech. Hall­dór hefur verið fram­kvæmda­stjóri hjá Acta­vis, Al­vogen og Al­vot­ech frá árinu 2001.

Hall­dór segir í yfir­lýsingu sinni að hann telji mikil­vægt að fyrir­tækin geti haldið á­fram að vaxa og dafna, þannig að hann sem hlut­hafi, geti verið stoltur af fram­gangi þeirra.

Setið fyrir honum fyrir utan World Class

Hall­dór segist hafa orðið fyrir miklum von­brigðum, með við­brögð fyrir­tækjanna við á­bendingum sínum, sem lagðar voru fram í janúar og segir að sú sér­kenni­lega „taktík“ að skjóta sendi­boðann og hvít­þvo Róbert, sé aug­ljós­lega til þess fallin að rýra trú­verðug­leika stjórnar­manna og hlut­hafa, og geti að ó­breyttu skaðað orð­spor fyrir­tækjanna til fram­tíðar.

„Ég hef enn ekki fengið neina niður­stöðu um rann­sókn, enda hef ég á­stæðu til að efast um að ein­hver rann­sóknar­skýrsla hafi yfir höfuð verið gerð. Mér var meinaður að­gangur að vinnu­gögnum, til að að­stoða við rann­sóknina, og frá byrjun var ljóst að lög­fræði­stofunni White & Case, var falið að „hvít­þvo“ Róbert. Enn og aftur, virðist stjórn Al­vogen ætla að horfa fram hjá kvörtunum um ó­sæmi­lega hegðun Róberts. For­dæma­laus harka í minn garð, sem upp­ljóstrara, er bein­línis með ó­líkindum. Sama dag og nafni mínu er lekið í fjöl­miðla og til­kynnt um „hvít­þottinn“, þá er setið fyrir mér fyrir utan World Class í Smára­lind, með upp­sagnar­bréf og stefnu, þar sem fyrir­tækin hyggjast freista þess að fá lög­mæti upp­sagnarinnar stað­festa fyrir Héraðs­dómi. Stjórnum fyrir­tækjanna virðist ein­fald­lega vera of­viða að fram­kvæma ó­háða rann­sókn á stjórnar­for­manni, for­stjóra og sínum stærsta hlut­hafa, eða að­hafast nokkuð yfir höfuð þegar Róbert er annars vegar,“ segir Hall­dór í yfir­lýsingu sinni.

Kjánalegt að horfa upp á

Þá gagn­rýnir Hall­dór að lög­manni hafi verið gert að segja það opin­ber­lega og full­yrða að engar stoðir séu fyrir á­sökunum hans og að allir starfs­menn sem rætt hafi verið við beri Róberti vel söguna.

„Það er auð­vitað kjána­legt að horfa upp á slíkt. Yfir­lýsingar fé­lagsins eru aug­ljós­lega í litlu sam­hengi við opin­bera af­sökunar­beiðni Róberts, á hluta brotanna deginum áður, að fjöl­miðlar hafi rætt við vitni, og að fyrir liggi ó­grynni af gögnum, er varða al­var­legar á­sakanir for­stjórans gagn­vart meintum ó­vildar­mönnum, sem hann vildi koma höggi á,“ segir Hall­dór.

Þá segir hann að lokum að það veki at­hygli hans að tals­maður Róberts, hafi kosið að nefna það sér­stak­lega í fjöl­miðlum að Róbert hafi verið í flug­vél þegar morð­hótanirnar bárust og að hann hafi ekki hótað neinum frá árinu 2016.