Ei­ríkur Ás­þór Ragnars­son gefur á þriðju­daginn út bókina Eikonomics: Hag­fræði á manna­máli. Ei­ríkur hefur um ára­bil skrifað reglu­lega pistla á vef­miðli Kjarnans undir sama nafni þar sem hann bregður hag­fræði­ljósi sínu í ó­væntar áttir – og setur á­leitin hags­muna­mál dag­lega lífsins í splunku­nýtt sam­hengi. Í bókinni sem kemur út á þriðju­daginn verður að finna saman­safn pistla eftir hann um ýmis hag­fræði­leg efni.

Í bókinni eru 30 til 40 prósent nýtt efni, 30 til 40 prósent er endur­unnið af síðunni og svo er um 25 prósent sem er endur­birt eins og það var birt.

Það er eftir­spurn eftir þessu?

„Já, ég vona það. Ég vona að hag­fræðingurinn fái smá eftir­spurn. Það væri mjög gaman,“ segir Ei­ríkur og hlær.

Ei­ríkur lærði hag­fræði í Nýja Sjá­landi og var þar í um fimm ár og byrjaði eftir það að blogga á ensku um hag­fræði.

„Það var samt allt mjög mikið létt­meti. Ekkert um þróun vísi­tölunnar heldur af hverju verð á tómötum hækkaði skyndi­lega,“ segir Ei­ríkur.

Hann segir að hann hafi svo langað í tengingu við Ís­land og heim­færa þekkinguna yfir á Ís­land. Hann hafi því lagt til við Kjarnann að hann yrði með reglu­legan dálk þar og svo hafi eitt leitt af öðru.

„Ég er alls ekki að finna upp hjólið í popp-hag­fræði en það er ekki mikil til á Ís­landi. Sem kannski er alveg eðli­legt miðað við fjölda,“ segir Ei­ríkur og nefnir sem dæmi Tim Har­ford og Frea­konomics um slíka pistla er­lendis.

Pistlarnir eru bæði nýir og gamlir.
Mynd/Aðsend

Fann röddina sína

Hann segir að fyrstu pistlarnir hafi sem dæmi fjallað um af hverju konur greiði meira fyrir klippingu en svo hafi þeir einnig tekið mið af sam­fé­lags­um­ræðu á þeim tíma.

„Með þessu fann ég mér rödd og mark­miðið með dálkunum varð að fara í djúpa greiningu sjálfur og setja það fram þannig að það skíni í gegn að það liggi að baki djúp hag­fræði­leg greining en sá sem les þarf ekki að finna fyrir því. Oft er til­hneiging hag­fræðinga að gleyma því fyrir hvern maður skrifar,“ segir Ei­ríkur.

Hann segir að hann hafi gert þetta í nokkur ár og þá hafi hann verið kominn með gott safn pistla sem hann hafi viljað varð­veita með öðrum hætti en bara á Inter­netinu.

„Mark­miðið með þessu var að reyna að vekja at­hygli fólks á hag­fræði og leið­rétta þennan halla um að hag­fræði sé leiðin­leg og „dead end“ sem hafi ekkert með það að gera. Ég vildi gera það án yfir­lætis og að það væri ein­falt,“ segir Ei­ríkur.

Ófærð, djammið og frelsi í COVID

Ef litið er yfir pistlana hans Ei­ríks á Kjarnanum má sjá að hann lætur ekkert ó­snert. Það eru pistlar um kostnað Ó­færðar, djammsins og um Hatara á Euro­vision en svo eru líka pistlar um frelsið og CO­VID-19.

„Hag­fræðin er svo víð og það gleymist stundum. Oft heldur maður að það séu tíu hag­fræðingar á Ís­landi og þeir séu allir upp í Seðla­banka að reyna að koma í veg fyrir verð­bólgu­skot, en hag­fræðingar á Ís­landi og annars staða eru að gera þúsund og milljón hluti,“ segir Ei­ríkur sem bendir á að á flestum vinnu­stöðum séu hag­fræðingar að vinna sem geri alls­kyns á­huga­vert.

En það eru margir sem heyra orðið hag­fræði og af því þeim finnst þau ekki skilja þá hörfa þau frá henni. Er ein­hver lé­leg markaðs­setning á hag­fræðinni?

„Það gæti alveg verið rétt. Það var ein­hver sem sagði við mig að ég ætti ekki að hafa hag­fræði í nafni bókarinnar,“ segir Ei­ríkur.

Hagfræðingar geta ekki bara talað við aðra hagfræðinga

Hann telur þó að það megi ekki gleyma að í hvaða fagi sem er eru ein­hverjir hlutir sem eru mjög leiðin­legt. Sama hvort um ræðir lög­fræði, hag­fræði eða ferða­mála­fræði.

„Það er hluti af því að vera alls­ber í gjörningi leiðin­legt. En fram­setningin skiptir máli og það er alltaf að koma betur í ljós að hag­fræðingar geta ekki bara talað við hvorn annan. Þeir verða líka að tala við fólk sem er ekki geð­veikis­lega gott í að heilda og diffra, af því þetta er fólkið sem fagið hefur á­hrif á og myndar sér skoðun á rann­sóknum okkar og til­lögum og hvort það sé ein­hvers virði,“ segir Ei­ríkur.

Er þetta skemmti­lesning eða fræði­bók? Er hægt að glugga í hana eða þarf að lesa hana alla í einu?

„Þetta eru allt stuttir kaflar sem fólk er kannski tíu til fimm­tán mínútur að lesa. Það er lína í gegnum bókina, sömu karakterar koma aftur og aftur upp og mat­hallir og avókadó. Það er þráður en það skiptir engu máli hvaða kafla þú lest, þeir standa allir sjálfir. Stundum vísar hann í eitt­hvað sem ég tala um áður en hann stendur samt sjálfur,“ segir Ei­ríkur sem bendir á að aftast í bókinni sé að finna yfir­lits­skrá yfir fag­mál [e. J­argon] sem út­skýri betur hug­tök sem hann notar í pistlunum.

„Þetta á að vera skemmti­legt og fólk á alveg að flissa yfir þessu. Ég fæ ef­laust ekki Nóbels­verð­laun í bók­menntum fyrir þetta en ég reyndi að skrifa þetta á manna­máli,“ segir Ei­ríkur sem segir að bókin sé mjög ís­lensk því hann vitni til fólks, við­burða og um­ræðu sem á sér stað á Ís­landi.