Thomas Möller, varaþing­maður Við­reisnar, hyggst nýta tímann sinn á Alþingi núna til að leggja fram þings­á­lyktunar­til­lögu um að ríkis­stjórnin endur­meti þátt­töku ríkis­fyrir­tækja á sam­keppnis­markaði. Thomas gerði stór um­svif ríkis­fyrir­tækja á sam­keppnis­keppnis­markaði hér­lendis að um­tals­efni sínu undir liðnum störf þingsins á Al­þingi í dag.

„Sjálfur hef ég verið í eigin rekstri í um 15 ár og þekki ís­lenskt rekstrar­um­hverfi því á­gæt­lega. Það ein­kennist oftar en ekki af gengis­sveiflum, háu vaxtar­stigi, krefjandi vinnu­markaði, svo eitt­hvað sé nefnt. Við þetta bætist að þúsundir einka­rekinna fyrir­tækja á Ís­landi eru að keppa við opin­ber fyrir­tæki á sam­keppnis­markaði og við erum að tala um árið 2022,“ sagði Thomas.

Hann vitnaði í ný­lega skýrsla fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytis sem segir að ís­lenska ríkið eigi al­farið eða ráðandi eignar­hlut í 40 fyrir­tækjum.

„Þau starfa á nánast öllum sviðum at­vinnu­lífsins sem svo sem fjár­mála­þjónustu, fjöl­miðlun, flutningum, vöru­sölu, rann­sóknum og ráð­gjöf svo eitt­hvað sé nefnt. Ný­leg skýrsla Hag­fræða­stofnunar há­skólans segir að 70% for­svars­manna opin­berra fyrir­tækja telja sig vera að keppa við önnur fyrir­tæki og að um 40% af veltu allra opin­berra fyrir­tækja sem svör bárust frá eru að starfa á sam­keppnis­markaði. 40% veltunnar er á sam­keppnis­markaði,“ sagði Thomas.

„Þau starfa á nánast öllum sviðum at­vinnu­lífsins sem svo sem fjár­mála­þjónustu, fjöl­miðlun, flutningum, vöru­sölu, rann­sóknum og ráð­gjöf svo eitt­hvað sé nefnt. Ný­leg skýrsla Hag­fræða­stofnunar há­skólans segir að 70% for­svars­manna opin­berra fyrir­tækja telja sig vera að keppa við önnur fyrir­tæki og að um 40% af veltu allra opin­berra fyrir­tækja sem svör bárust frá eru að starfa á sam­keppnis­markaði. 40% veltunnar er á sam­keppnis­markaði,“ sagði Thomas.

„Mikil­vægt er að ríkið staldri við og meti hvort þörf sé á þjónustu opin­berra fyrir­tækja á sam­keppnis­markaði, hvort einka­geirinn, geti hugsan­lega annast hana betur, ó­dýrar eða að hún sé boðinn út á markaði.“

Thomas sagði að hlut­verk ríkisins væri fyrst og fremst að skapa sam­keppni og draga úr um­svifum þegar sam­keppni væri komin á.

„Þannig fær einka­fram­takið að blómstra frum­kvöðla og fá tæki­færi og þjónusta gæti batnað. Allt þetta sem taldi hérna upp áðan og meira til vinnur gegn þeim mikil­vægu sam­fé­lags­legu já­kvæðu á­hrifum sem fylgja virkri sam­keppni. Þessi á­hrif eru ekki tryggð í al­mennri eig­enda­stefnu ríkisins fyrir fé­lög í eigu þess eins og hún er í dag,“ sagði Thomas.

„OECD hefur lagt til að í eig­enda­stefnu komi fram rök­stuðningur fyrir því hvers vegna til­tekinn rekstur á sam­keppnis­markaði þurfi að vera í höndum hins opin­bera, vera slíkra aðila á sam­keppnis­markaði verði að þjóna skýrum hags­munir sam­fé­lagsins,“ sagði Thomas og bætti við að lokum að hann ætlaði að nýta tímann sinn á Al­þingi núna til að leggja fram þings­á­lyktunar­til­lögu um að ríkis­stjórnin endur­meti þátt­töku ríkis­fyrir­tæki á sam­keppnis­markaði.