Kynningar­fundur um at­riði sem snúa að með­höndlun á virðis­auka­skatti við sölu á vörum eða þjónustu til ESB-landa og Bret­lands verður haldinn 8. febrúar í húsi Grósku. Fundurinn verður haldinn af Deloitte Legal og Ís­lands­stofu.

Ís­lands­stofa leggur á­herslu á að mikil­vægt sé fyrir ís­lensk fyrir­tæki að átta sig á hvaða reglur gilda um með­höndlun á virðis­auka­skatti áður en við­skipti á milli landa eiga sér stað. Mis­munandi reglur gilda eftir því hvort selt er til fyrir­tækis eða ein­stak­lings, hvar varan er fram­leidd og af­hent, hvort varan eða þjónustan er seld í vef­sölu eða jafn­vel af­hent á raf­rænu formi.

Í til­kynningu minnir Ís­lands­stofa einnig á nýjar reglur um vef­sölu sem kynntar voru árið 2021. Sölu­upp­hæð getur jafn­framt skipt máli varðandi hvaða reglur gilda og í sumum til­vikum myndast endur­greiðslu­réttur.

Deloitte Legal hefur í sam­starfi við Ís­lands­stofu tekið saman ýmis dæmi sem ís­lensk fyrir­tæki standa frammi fyrir við sölu vöru og þjónustu til Evrópu­sam­bands­landa og Bret­lands. Á kynningar­fundinum munu sér­fræðingar Deloitte einnig fara yfir helstu dæmi og svara spurningum fyrir­tækja um ein­stök til­vik. Full­trúar Ís­lands­stofu munu jafn­framt kynna starf­semi út­flutnings­þjónustu og mögu­lega að­stoð til fyrir­tækja.