Innlent

Vilja styrkja stöðu sína á höfuðborgarsvæðinu

Forstjóri Samkaupa segir að kaup matvörukeðjunnar á fjórtán verslunum Basko séu hugsuð til þess að styrkja stöðu keðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Samkaup rekur meðal annars verslanir undir merkjum Nettó. Fréttablaðið/Pjetur

Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa, segir að kaup matvörukeðjunnar á fjórtán verslunum Basko séu hugsuð til þess að styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu. „Ég vonast til að kaupin færi okkur nær íbúum höfuðborgarsvæðisins,“ segir forstjórinn.

Eins og tilkynnt var um í vor hafa Samkaup og Basko skrifað undir samning um kaup fyrrnefnda félagsins á fjórtán verslunum Basko, þar á meðal verslunum undir merkjum Iceland og 10-11.

Ómar segir í fréttatilkynningu að kaupsamningurinn sé trúnaðarmál að svo stöddu. Samningurinn sé háður ákveðnum fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins, og því geti hann ekki tjáð sig frekar um kaupin fyrr en niðurstaða eftirlitsins liggur fyrir.

Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa Ljósmynd/Samkaup

Samkaup rekur fimmtíu verslanir á 33 stöðum um allt land en helstu vörumerki matvörukeðjunnar eru Nettó, Kjörbúðin og Krambúðin. Yfir eitt þúsund manns starfa hjá keðjunni.

Eins og Fréttablaðið hefur greint frá nam hagnaður Samkaupa 258 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 58 milljónir eða ríflega 18 prósent á milli ára.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Eik tapaði dómsmáli gegn Andra Má

Innlent

WOW air klárar 60 milljóna evra fjármögnun

Sjávarúvegur

FISK-Sea­food kaupir þriðjung í Vinnslustöðinni

Auglýsing

Nýjast

Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair

Safnaði 7,7 milljörðum

Varða Capital tapaði 267 milljónum í fyrra

Mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum

Engar olíulækkanir í spákortunum

Stytting vinnu­tíma mikil­vægasta kjara­málið

Auglýsing