Innlent

Vilja styrkja stöðu sína á höfuðborgarsvæðinu

Forstjóri Samkaupa segir að kaup matvörukeðjunnar á fjórtán verslunum Basko séu hugsuð til þess að styrkja stöðu keðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Samkaup rekur meðal annars verslanir undir merkjum Nettó. Fréttablaðið/Pjetur

Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa, segir að kaup matvörukeðjunnar á fjórtán verslunum Basko séu hugsuð til þess að styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu. „Ég vonast til að kaupin færi okkur nær íbúum höfuðborgarsvæðisins,“ segir forstjórinn.

Eins og tilkynnt var um í vor hafa Samkaup og Basko skrifað undir samning um kaup fyrrnefnda félagsins á fjórtán verslunum Basko, þar á meðal verslunum undir merkjum Iceland og 10-11.

Ómar segir í fréttatilkynningu að kaupsamningurinn sé trúnaðarmál að svo stöddu. Samningurinn sé háður ákveðnum fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins, og því geti hann ekki tjáð sig frekar um kaupin fyrr en niðurstaða eftirlitsins liggur fyrir.

Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa Ljósmynd/Samkaup

Samkaup rekur fimmtíu verslanir á 33 stöðum um allt land en helstu vörumerki matvörukeðjunnar eru Nettó, Kjörbúðin og Krambúðin. Yfir eitt þúsund manns starfa hjá keðjunni.

Eins og Fréttablaðið hefur greint frá nam hagnaður Samkaupa 258 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 58 milljónir eða ríflega 18 prósent á milli ára.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Þriggja milljarða söluhagnaður Origo vegna Tempo

Innlent

Hlutabréf í Eimskip og Kviku rjúka upp

Innlent

Meniga semur við þriðja stærsta banka Suð­austur-Asíu

Auglýsing

Nýjast

Upp­ljóstrarinn beinir spjótum að Deutsche Bank

Sjóvá sendir frá sér afkomuviðvörun

Kaup­verðið á GAMMA 2,4 milljarðar króna

Samkaup boðar breytingar

Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips

Svipmynd: Mikilvægt að fyrirtækið sé rétt stillt af

Auglýsing