Nokkrir hluta­bréfa­sjóðir sem eiga hlut í Face­book lögðu í dag fram til­lögu um að bola Mark Zucker­berg, sem stofnaði fyrir­tækið, úr stöðu stjórnar­for­manns. Á­stæðan er sögð vera ó­á­nægja hlut­hafanna yfir því hvernig Zucker­berg brást við stórum vanda­málum fyrir­tækisins undan­farið. 

Sjóðirnir, sem eru meðal annars frá Illin­ois, R­hode Is­land, Penn­syl­vaníu og New York bætast í hóp með Trillium Asset Mana­gement sem lagði fram sömu til­lögu í júní. 

Við­búið er að málið verði tekið fyrir á hlut­hafa­fundi í maí á næsta ári en til­lagan kveður á um að stjórnar­for­maður fé­lagsins verði ó­háður. Zucker­berg myndi þó halda á­fram sem for­stjóri fyrir­tækisins. 

Árið hefur reynst Face­book og Zucker­berg erfitt, sér í lagi í ljósi þess að upp komst um að fyrir­tækinu tókst ekki að koma í veg fyrir leka per­sónu­upp­lýsinga 87 milljóna not­enda til gagnavinnslu­fyrir­tækisins Cam­brid­ge Analyti­ca sem síðan notaði upp­lýsingarnar í annar­legum til­gangi.

Frétt Reu­ters.