Fram­halds­náms­leiðin var stofnuð til þess að mæta þörfum fólks sem býr á Ís­landi en hefur ekki tök á að stunda nám á ís­lensku og eins Ís­lendingum sem vilja læra í al­þjóð­legu um­hverfi.

Krafan um að fólk sé með góða þekkingu á al­þjóða­við­skiptum og stýringu al­þjóð­legra verk­efna er að aukast í ís­lensku at­vinnu­lífi. Fjöl­menning á Ís­landi er alltaf að aukast og því talin mikil þörf á að bæta við fleiri náms­leiðum á ensku til þess að mæta þörfum þessa ört vaxandi hóps.

Ríkis­borgarar af er­lendum upp­runa eru um 15 prósent þeirra sem starfa á ís­lenskum vinnu­markaði. Við­skipta­fræði­deild HÍ segir að er­lendir ríkis­borgarar hafa oft dýr­mæta hæfni til dæmis annað tungu­mál, tengsla­net er­lendis, þekking á er­lendum markaði sem gæti nýst ís­lenskum fyrir­tækjum.

Deildin segir að þessi hæfni hafi hins vegar ekki nýst til fulls í virðis­skapandi starf­semi. Oftast virðist það vera vegna skorts á þekkingu á ís­lenskum fyrir­tækjum, skorts á fag­legu tengsla­neti á Ís­landi og síðast en ekki síst tak­markaðs sjálfs­trausts er­lendra ríkis­borgara í ís­lensku­mælandi at­vinnu­lífi. Þá er það mark­mið Við­skipta­fræði­deildar að mæta auknum kröfum um góða þekkingu á al­þjóða­við­skiptum í ís­lensku at­vinnu­lífi og stuðla að aukinni fjöl­menningu á ís­lenskum vinnu­stöðum.

„Með þessu línu munum við bjóða upp á vett­vang fyrir sam­starf fyrir fjöl­breyttan hóp fólks. Með því að læra saman munu þau skapa tæki­færi fyrir sig, ís­lensk fyrir­tæki hér er Ís­land og auka tæki­færi er­lendis.“ Segir Inga Minelgaité prófessor við Há­skóla Ís­lands og um­sjónar­kona náms­leiðar.