Framhaldsnámsleiðin var stofnuð til þess að mæta þörfum fólks sem býr á Íslandi en hefur ekki tök á að stunda nám á íslensku og eins Íslendingum sem vilja læra í alþjóðlegu umhverfi.
Krafan um að fólk sé með góða þekkingu á alþjóðaviðskiptum og stýringu alþjóðlegra verkefna er að aukast í íslensku atvinnulífi. Fjölmenning á Íslandi er alltaf að aukast og því talin mikil þörf á að bæta við fleiri námsleiðum á ensku til þess að mæta þörfum þessa ört vaxandi hóps.
Ríkisborgarar af erlendum uppruna eru um 15 prósent þeirra sem starfa á íslenskum vinnumarkaði. Viðskiptafræðideild HÍ segir að erlendir ríkisborgarar hafa oft dýrmæta hæfni til dæmis annað tungumál, tengslanet erlendis, þekking á erlendum markaði sem gæti nýst íslenskum fyrirtækjum.
Deildin segir að þessi hæfni hafi hins vegar ekki nýst til fulls í virðisskapandi starfsemi. Oftast virðist það vera vegna skorts á þekkingu á íslenskum fyrirtækjum, skorts á faglegu tengslaneti á Íslandi og síðast en ekki síst takmarkaðs sjálfstrausts erlendra ríkisborgara í íslenskumælandi atvinnulífi. Þá er það markmið Viðskiptafræðideildar að mæta auknum kröfum um góða þekkingu á alþjóðaviðskiptum í íslensku atvinnulífi og stuðla að aukinni fjölmenningu á íslenskum vinnustöðum.
„Með þessu línu munum við bjóða upp á vettvang fyrir samstarf fyrir fjölbreyttan hóp fólks. Með því að læra saman munu þau skapa tækifæri fyrir sig, íslensk fyrirtæki hér er Ísland og auka tækifæri erlendis.“ Segir Inga Minelgaité prófessor við Háskóla Íslands og umsjónarkona námsleiðar.