Neyt­enda­sam­tökin leita nú að þremur próf­málum til að kanna lög­mæti breyti­legra vaxta, þar á meðal á fast­eigna­lánum. Breki Karls­son, for­maður Neyt­enda­sam­takanna, segir að dómar í slíkum málum geti haft á­hrif á allt að fimmta tug þúsunda lána, lán upp á rúm­lega 1.300 milljarða króna, eða öll lán með á­kvæðum um breyti­lega vexti.

„Við teljum okkur vera með mjög sterkt mál í höndunum,“ segir Breki. „Við teljum að skil­málar sem séu ó­skýrir og byggja á hug­lægu mati séu ó­lög­legir.“ Neyt­enda­sam­tökin opnuðu í nótt vefinn Vaxta­málið.is þar sem ein­staklingar með slík lán geta gert kröfu á sinn lán­veitanda.

„Mál sem þessi geta tekið nokkur ár fyrir dómi, þegar niður­staðan liggur fyrir þá kann að vera að kröfurnar verði fyrndar. Þess vegna er mikil­vægt að fólk geri kröfu. Þetta er í raun og veru bara fjórir smellir og þá er fólk búið að tryggja sig,“ segir Breki.

Að sögn Breka verður þetta stærsta mál sem sam­tökin hafa farið í og hafa þau fengið styrk frá VR en einnig Sam­tökum fjár­mála­fyrir­tækja. „Fjár­mála­fyrir­tækin skilja að það þarf að eyða ó­vissu í þessum málum,“ segir Breki Karls­son.