Stofn­fundur At­vinnu­fjelagsins verður haldinn næst­komandi sunnu­dag í Grósku-hug­mynda­húsi. Sig­mar Vil­hjálms­son, einn stofn­enda fé­lagsins, segir öll lítil og meðal­stór fyrir­tæki vera vel­komin í fé­lagið, allt frá ein­yrkjum upp í 200 manna fyrir­tæki. Nú þegar hafa á fjórða hundruð fyrir­tækja skráð sig í fé­lagið en að sögn Sig­mars eru um 17.000 fyrir­tæki á Ís­landi í þessum stærðar­flokki.

„Væntingar mínar sem ég bind við þennan stofn­fund er að við munum ná at­hygli og eyrum lítilla og meðal­stóra at­vinnu­rek­enda á Ís­landi sem í fyrsta lagi eru ekki í neinum fé­laga­sam­tökum og átta sig kannski ekkert alveg á því hvernig vinnu­markaðurinn virkar þótt þeir séu virkir þátt­tak­endur í honum. Það er svona stóra mark­miðið því um leið og við náum vit­neskju þeirra á því hvernig þetta virkar allt saman þá er ég sann­færður um að menn fylki sér á bak við At­vinnu­fjelagið,“ segir Sig­mar.

Vilja sæti við samnings­borðið

Í til­kynningu frá At­vinnu­fjelaginu segir að megin­mark­mið At­vinnu­fjelagsins séu meðal annars að berjast fyrir ein­faldara og sann­gjarnara reglu­verki og bæta að­gengi að fjár­magni fyrir lítil og meðal­stór fyrir­tæki.

„Ein­göngu 2000 fyrir­tæki eru skráð inn í SA þannig það er stór meiri­hluti fyrir­tækja á Ís­landi og at­vinnu­rek­enda sem eru ekki skráð í nein fé­lög en þurfa þó á sama tíma að fylgja kjara­samningum SA. At­vinnu­fjelagið ætlar sér að horfa til þátta sem snúa meira að hags­munum lítilla og meðal­stóra fyrir­tækja en ekki heildar at­vinnu­lífsins. Þá skal líka ó­talið ein­yrkjarnir, verk­takar og annað, sem eru utan allra fé­laga og vantar í rauninni fé­lag til þess að ganga erinda sinna,“ segir Sig­mar.

Að sögn Sig­mars stefnir At­vinnu­fjelagið á sæti við kjara­samnings­borðið við hlið fé­laga á borð Sam­tök At­vinnu­lífsins og er hann sann­færður um að fé­lagið muni ná þeim fjölda fé­lags­manna sem þarf til að fá kjara­samnings­um­boð.

„Kjara­samningar þurfa að taka mið af því sem er að gerast í at­vinnu­um­hverfi lítilla og meðal­stóra fyrir­tækja. Stór­fyrir­tæki eru ekkert vond, þau eru góð. Ég hef lýst því að stór­fyrir­tæki eru svona eins og héraðs­læknir en við þurfum barna­lækni í sér­hæfðar barna­lækningar. Þar af leiðandi erum við kollegar en erum klár­lega með sér­hæfða þekkingu á sitt­hvoru sviði,“ segir Sig­mar.

Erum í upp­hafi verð­bólgu

Að­spurður um hvernig hann meti stöðuna í at­vinnu­lífinu í dag fyrir lítil og meðal­stór fyrir­tæki í kjöl­far heims­far­aldursins segir Sig­mar að ís­lenskt at­vinnu­líf standi frammi fyrir verð­bólgu.

„Við erum í upp­hafi verð­bólgu og það er ekki alveg séð fyrir endann henni. Hver verður látinn borga þann brúsa? Það verða lítil og meðal­stór fyrir­tæki. Það er oft hægt að tala um fyrir­tækja­markað eins og bara al­menning og lítil og meðal­stór fyrir­tæki eru svo­lítið milli­stétt markaðarins, milli­stétt landsins.

Það er nú bara oft þannig að á­lögur og gjöld, skattar og annað, eru svo­lítið á herðum lítilla og meðal­stóra fyrir­tækja. Það í sjálfu sér er ekkert ó­eðli­legt að allir taki þátt í þjóðar­skútunni en það þarf að jafna leikinn, það er það sem við erum að horfa á.“

Í grunninn er bara verið að benda á að það er ó­jafn leikur á vinnu­markaðnum og hann þarf að laga. Af hverju eru ekki til að mynda Sam­tök At­vinnu­lífsins að vinna í því hörðum höndum? Það má lík­lega rekja það til reglna SA af því þar virkar kerfið þannig að þeir sem borga mest hafa flest at­kvæði og þeir sem borga mest eru stóru fyrir­tækin.

Ó­jafn leikur á vinnu­markaði

Sig­mar segir það ó­tækt að bjóða upp á at­vinnu­um­hverfi þar sem hið opin­bera setur fram flata verð­skrá óháð stærð fyrir­tækja. Bæta þurfi að­gengi lítilla og meðal­stóra fyrir­tækja að fjár­magni og vextir og veð­kröfur séu slíkum fyrir­tækjum mjög í­þyngjandi. Í ljósi þess sé fyrir­tækjum af þessari stærðar­gráðu oft og tíðum tor­velt að halda sér á floti eða stækka sinn rekstur.

„Í grunninn er bara verið að benda á að það er ó­jafn leikur á vinnu­markaðnum og hann þarf að laga. Af hverju eru ekki til að mynda Sam­tök At­vinnu­lífsins að vinna í því hörðum höndum? Það má lík­lega rekja það til reglna SA af því þar virkar kerfið þannig að þeir sem borga mest hafa flest at­kvæði og þeir sem borga mest eru stóru fyrir­tækin. Hags­munir stórra fyrir­tækja eru kannski ekkert endi­lega að lækka á­lögur á lítil og meðal­stór fyrir­tæki því að það getur þýtt að yfir­völd myndu þá mögu­lega hækka á­lögur á þau. Þar situr í rauninni hnífurinn í kúnni,“ segir Sig­mar.

Sig­mar bendir á að þær breytingar sem at­vinnu­lífið hefur gengið í genum á síðustu 10-15 árum, meðal annars með eflingu ferða­þjónustunnar og tækni­geirans hafi ekki skilað sér inn í kjara­samninga.

„Kjara­samningarnir hafa ekki tekið neitt mið af þessari breyttu heims­mynd. Við verðum að vera til­búin að horfa á leik­sviðið upp á nýtt og skoða hvernig getum við gert þetta betur og að­lagað það meira að því um­hverfi sem við erum að vinna með. Það er í grunninn það sem að við viljum vinna með sem er kannski ekki endi­lega brennandi mál­efni hjá stærri fyrir­tækjum. Það er klárt mál að það þarf að búa til fé­lag sem ver þessar hags­muni,“ segir hann að lokum.