Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, keypt í Eimskip fyrir um 51 milljón króna í gær. Um er að ræða 108 þúsund hluti á genginu 470. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Eftir kaupin á Vilhelm Már og félag í hans eigu 240.173 hluti. Markaðsvirði þeirra er 117 milljónir króna.

Kaupin í gær fóru fram í gegnum félagið Sjávarlind. Á sama tíma keypti félagið 92 þúsund hluti af Vilhem Má.

Viðskiptin voru að hluta fjármögnuð með bankaláni og voru 200 þúsund hlutir settir að handveði til tryggingar greiðslu þess. Eftir viðskiptin á Sjávarlind 200.000 hluti og Vilhelm 40.173 hluti í Eimskipi.