Dóm­nefnd skipuð sjö aðilum hefur legið undir feldi og farið yfir fjöl­margar til­nefningar af landinu öllu.

Viður­kenningin var veitt fyrst árið 1999 en á tímum heims­far­aldurs kórónu­veiru var Viður­kenningar­há­tíð FKA haldin í sjón­varps­þætti í sam­starfi við TORG. Há­tíðin í ár verður einnig í beinu streymi á heima­síðu Frétta­blaðsins.

Við skipan dóm­nefndar Viður­kenningar­há­tíðar FKA var leitast við ein­stak­linga sem höfðu sem breiðastan bak­grunn í aldri, reynslu, bú­setu og upp­runa. Dóm­nefndin mun síðan velja konur sem hljóta FKA þakkar­viður­kenningu, FKA viður­kenningu og FKA hvatningar­viður­kenningu.

Dóm­nefndin í ár saman­stendur af Árna Sig­fús­syni, Chanel Björk Sturlu­dóttur, Guð­rúnu Gunnars­dóttur, Kat­hryn Gunnars­son, Loga Pedro Stefáns­syni, Magnúsi Harðar­syni og Margréti Guð­munds­dóttur.