Dómnefnd skipuð sjö aðilum hefur legið undir feldi og farið yfir fjölmargar tilnefningar af landinu öllu.
Viðurkenningin var veitt fyrst árið 1999 en á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru var Viðurkenningarhátíð FKA haldin í sjónvarpsþætti í samstarfi við TORG. Hátíðin í ár verður einnig í beinu streymi á heimasíðu Fréttablaðsins.
Við skipan dómnefndar Viðurkenningarhátíðar FKA var leitast við einstaklinga sem höfðu sem breiðastan bakgrunn í aldri, reynslu, búsetu og uppruna. Dómnefndin mun síðan velja konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu.
Dómnefndin í ár samanstendur af Árna Sigfússyni, Chanel Björk Sturludóttur, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Kathryn Gunnarsson, Loga Pedro Stefánssyni, Magnúsi Harðarsyni og Margréti Guðmundsdóttur.