Snyrtivöruframleiðandinn Sóley Organics hagnaðist um 100 milljónir króna árið 2020 samanborið við 1,5 milljónir króna árið áður. Arðsemi eiginfjár var 223 prósent á árinu 2020.

Eigið fé jókst úr 2,4 milljónum króna árið 2019 í 88 milljónir króna árið 2020. Eiginfjárhlutfallið var 59 prósent í árslok. Tekjur jukust úr 112 milljónum árið 2019 í 253 milljónir árið 2020 eða um 126 prósent. Athygli vekur að kostnaðarverð seldra vara lækkaði úr 47 milljónum króna árið 2019 í 27 milljónir króna árið 2020.

Sóley Elíasdóttir framkvæmdastjóri og Hilmar Jónsson eiga hvort um sig 36 prósenta hlut í félaginu.