Lífleg viðskipti hafa verið með bréf NOVA í kauphöllinni fyrsta klukkutímann og hefur gengi bréfanna lækkað um tæp 12 prósent, í 4,52.

Mikil eftirspurn var eftir hlutum í NOVA í útboðinu fyrr í þessum mánuði. Fyrirhugað hafði verið að selja um 37 prósent hlutabréfa en þar sem eftirspurn var tvöföld var ákveðið að stækka útboðið um 20 prósent.

Nokkur gagnrýni kom frá fjárfestum vegna stækkunar útboðsins.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,27 prósent í morgun en NOVA hefur lækkað skarpt.

Stjórnendur NOVA eru engu að síður bjartsýnir á gengi félagsins.