Fjöldi kaupsamninga á íbúðarhúsnæði hefur einungis tvisvar verið meira en í september síðastliðnum. Það var í maí og júní árið 2007. Þetta kemur fram í greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Í september voru gefnir út 1.307 kaupsamningar vegna íbúðarhúsnæðis, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár.

Mynd/HMS

Tölurnar gætu verið vantaldar þar sem samningarnir koma ekki fram í tölunum fyrr en eftir að þeim hefur verið þinglýst. Oft tekur margar vikur að þinglýsa skjölum, segir í greiningunni.

Á höfuðborgarsvæðinu voru gefnir út 882 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði í september en á landsbyggðinni voru þeir 425.