Ís­lenska sendi­herranum fyrir Angóla hefur borist bréf frá sam­tökunum Angola Ref­lection Plat­form þar sem þess er óskað að ís­lensk stjórn­völd hætti við­skiptum við Angóla þar til komist hefur verið til botns í Sam­herja­skjölunum. Mbl.is greinir fyrst frá hér­lendra miðla.

Kristján Andri Stefáns­son, sendi­herra Ís­lands í París og fer jafn­framt með mál­efni Ís­lands og Angóla, stað­festir við miðilinn að erindið hafi borist sendi­ráðinu í gær. Það hafi verið á­fram­sent til utan­ríkis­ráðu­neytisins í kjöl­farið.

Leggja þau til, eins og áður segir, að öllum við­skipta­tengslum milli landanna verði slitið um stundar­sakir á meðan komist er til botns í Sam­herja­málinu.

Þá segir að Angóla muni ekki ná að slíta sig frá kerfis­bundnum þjófnaði á þar­lendum auð­lindum án stuðnings al­þjóða­sam­fé­lagsins. Óttast sam­tökin að ekkert verði gert í málinu í Angóla, ó­líkt því sem hefur verið raunin í Namibíu, þar sem stjórn­mála­menn hafa svarað til saka og eignir þeirra frystar.