Nokkuð hefur borið á skorti á drykkjum í ál­dósum hér á landi en aukin eftir­spurn hefur verið eftir dósum á al­þjóð­legum vett­vangi og fá fyrir­tæki ekki nægi­legt magn miðað við eftir­spurn. Hafa fyrir­tæki meðal annars þurft að hækka verð í ljósi stöðunnar.

Það hefur vakið nokkra at­hygli á sam­fé­lags­miðlum og víðar að drykkir á borð við Pepsi Max og Kristall Mexi­can Lime í dós, sem Öl­gerð Egils Skalla­gríms­sonar fram­leiðir, sé hvergi að finna í verslunum og hefur sú staða verið við­varandi í nokkurn tíma.

Reyna að koma með vinsælar vörutegundir aftur sem fyrst

Öl­gerðin greinir frá því á Face­book að þau séu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verða sér út um fleiri dósir. Sölu­aukningin hafi þó verið mun meiri en fyrir­tækið og dósa­f­ram­leiðandinn áttu von á.

Reynt verður að koma vin­sælum tegundum, eins og Pepsi Max í dós, aftur í verslanir sem fyrst. „Hins vegar er við­búið að þetta á­stand vari fram til ára­móta en þá eigum við von á að á­standið verði komið í eðli­legt horf,“ segir í færslunni.

„Við biðjum við­skipta­vini okkar vel­virðingar á þessu og í­trekum að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bæta úr stöðunni.“