Heil­brigðis­tækni­fyrir­tækið Össur gekk í vikunni frá kaupum á banda­rísku fyrir­tæki sem sér­hæfir sig í stoð­tækjum fyrir ein­stak­linga sem misst hafa framan af fingri eða hluta af hendi. Kaupin vöktu at­hygli þar sem Össur hefur á sama tíma verið að glíma við á­skoranir í kjöl­far heims­far­aldurs og stríðs í Úkraínu.
Sveinn Sölva­son, for­stjóri Össurar, segir að þrátt fyrir á­skoranir síðustu ára sé mikilvægt að sækja stöðugt fram og breikka vöru­fram­boð fyrir­tækisins. Það sé það sem vaki fyrir stjórn­endum fyrir­tækisins með þessum kaupum.

En Sveinn segir Össur ekki eingöngu horfa til þess að breikka sjálft vöruframboðið heldur sé fyrirtækið líka að sækja af meiri krafti inn á markaði í löndum þar sem þörfin fyrir stoðtæki er hvað mest.

Nánar verður rætt við Svein Sölvason í Markaðnum á Hringbraut klukkan 19:00 í kvöld