Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skilað árs­reikn­ingi fyrir árið 2017 til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að flokkurinn hafi verið rekinn með 13.7 milljóna tapi í fyrra og var eigið fé neikvætt um 17.9 milljónir samkvæmt efnahagsreikningi. Í ársreikningi flokksins fyrir síðasta ár kemur meðal annars fram að tapið megi helst rekja til tíðra Alþingiskosninga og vegna þess að opinber framlög til stjórnmálaflokka hafa farið lækkandi að raungildi í áratug.

Framlög ríkisins til hreyfingarinnar voru 46.5 milljónir. Einstaklingar styrktu flokksstarfið um 11.5 milljónir króna, en fyrirtæki styrktu hreyfinguna um 5.4 milljónir. Sjö fyrirtæki styrktu VG um 400.000 krónur, HB Grandi, MATA, Síminn, Brim, Kvika, Vísir og Síldarvinnslan. Meðal annarra fyrirtækja sem styrktu flokkinn um lægri fjárupphæðir voru Mannvit, KFC, Kjörís, Greifinn og Flúðasveppir. 

Stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í rekstri hreyfingarinnar voru laun og tengd gjöld, nærri 38 milljónir króna.