Innlent

Stýrivextir haldast ó­breyttir

Peningastefnunefnd greinir frá því að vextir bankans haldist óbreyttir, eða 4,25 prósent.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Fréttablaðið/Vilhelm

Vextir Seðlabanka Íslands munu haldast óbreyttir og verða því áfram 4,25 prósent. Peningastefnunefnd greinir frá þessu í tilkynningu en meginvextir bankans eru bundnir á sjö daga innlánum.

Samkvæmt þjóðhagsreikningum sem Hagstofa Íslands birti 9. mars var hagvöxtur 3,6 prósent í fyrra, sem er nálægt því sem Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í febrúarhefti Peningamála.

Í tilkynningu frá Seðlanbankanum kemur fram að verðbólga í febrúar hafi verið 2,3 prósent og hafði minnkað úr 2,4 prósent í janúar.  

„Undirliggjandi verðbólga hjaðnaði einnig lítillega. Áfram hefur dregið úr árshækkun húsnæðisverðs og áhrif hærra gengis krónunnar hafa dvínað. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram á næstunni. Gengi krónunnar hefur hækkað frá síðasta fundi peningastefnunefndar og gjaldeyrismarkaðurinn hefur áfram verið í ágætu jafnvægi. Verðbólguhorfur hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar en verðbólguvæntingar virðast hafa hækkað lítillega. Of snemmt er þó að álykta um hvort kjölfesta þeirra við verðbólgumarkmið bankans hafi veikst.

Hátt raungengi hefur hægt á vexti útflutnings og horfur eru á minnkandi spennu í þjóðarbúskapnum. Eigi að síður er áfram þörf fyrir peningalegt aðhald til að halda aftur af örum vexti innlendrar eftirspurnar. Nýleg ákvörðun um að segja ekki upp kjarasamningum dregur úr hættu á ósjálfbærum launahækkunum til skamms tíma litið en undirliggjandi spenna á vinnumarkaði er enn til staðar,“ segir í tilkynningunni. 

Klukkan 10 hefst vefútsending þar sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri kynna rök fyrir ákvörðun peningastefnunefndar. 

Fylgjast má með útsendingunni hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

IFS spáir tekjuvexti hjá Símanum

Innlent

Ný byggð rís yst á Kársnesi

Fjarskipti

Sím­­inn fagn­­ar nið­ur­stöð­u Hæst­a­rétt­ar í máli gegn Sýn

Auglýsing

Nýjast

Að geta talað allan daginn hentar vel

Hjá Höllu opnar í flugstöðinni

Skotsilfur: Engin hagræðing

Einn kröfu­hafanna reyndist norður­kóreskur

Gengisstyrking og hækkanir í Kauphöllinni

48 fyrir­tæki og stofnanir í Fjár­tæknikla­sanum

Auglýsing