Greiningardeildir bankanna höfðu almennt búist við að vextir yrðu óbreyttir en tóku jafnframt fram að mögulegt væri að þeir yrðu hækkaðir um 0,25-0,5 prósent.

Ákvörðun peningastefnunefndar gefur til kynna að vaxtahækkunarferli bankans sé ekki lokið enn þrátt fyrir að vextir hafi verið hækkaðir úr 0,75 prósentum í maí í fyrra í 6 prósent nú og verðbólga sé farin að hjaðna hér á landi.

Í vikunni kom fram að verðbólga samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs hér á landi er næstminnst í Evrópu.

Seðlabankastjóri gerir grein fyrir vaxtaákvörðuninni á fundi í Seðlabankanum kl. 9:30.

Frétt verður uppfærð.