Veðsetning hlutabréfa í Kauphöllinni jókst á árinu 2018 miðað við árið þar á undan. Nýbirt gögn Kaupallarinnar sýna að markaðsvirði veðsettra hlutabréfa sem hlutfall af heildarmarkaðsvirði hafi að meðaltali numið 12,87 prósentum á árinu 2018 en meðaltal síðustu sex mánaða ársins 2017 nam 11,25 prósentum.

Gögnin sýna einungis beina veðsetningu þar sem veð í verðbréfi hefur verið skráð á reikning í kerfi Kauphallarinnar.

Gögnin taka því hvorki tillit til þess að lánveitandi gæti haft veð í öllum eigum lántakanda, þar á meðal hlutabréfum, né innihalda þau upplýsingar um óbeinar veðtökur með gerð framvirkra samninga eða annarra afleiðna. Loks er rétt að taka fram að gögnin veita engar vísbendingar um veðþekju.