Innlent

Veðsetning í Kauphöllinni jókst

Gögnin veita engar vísbendingar um veðþekju. Fréttablaðið/Ernir

Veðsetning hlutabréfa í Kauphöllinni jókst á árinu 2018 miðað við árið þar á undan. Nýbirt gögn Kaupallarinnar sýna að markaðsvirði veðsettra hlutabréfa sem hlutfall af heildarmarkaðsvirði hafi að meðaltali numið 12,87 prósentum á árinu 2018 en meðaltal síðustu sex mánaða ársins 2017 nam 11,25 prósentum.

Gögnin sýna einungis beina veðsetningu þar sem veð í verðbréfi hefur verið skráð á reikning í kerfi Kauphallarinnar.

Gögnin taka því hvorki tillit til þess að lánveitandi gæti haft veð í öllum eigum lántakanda, þar á meðal hlutabréfum, né innihalda þau upplýsingar um óbeinar veðtökur með gerð framvirkra samninga eða annarra afleiðna. Loks er rétt að taka fram að gögnin veita engar vísbendingar um veðþekju.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Jón Diðrik fer úr stjórn Skeljungs

Innlent

Líf og sál til liðs við Siðferðisgáttina

Innlent

Sandra nýr verk­efna­stjóri Ís­lenska bygginga­vett­vangsins

Auglýsing

Nýjast

Horner dregur framboð sitt til baka

Tómas Már tekur sæti í stjórn Íslandsbanka

Loðdýrabú á Íslandi rekin með tapi frá 2014

Bjarni sest nýr í stjórn Símans

Hrönn fjórði stjórnandinn sem fer frá Sýn

Bjóða upp á fast leigu­verð í sjö ár

Auglýsing