Innlent

Veðsetning í Kauphöllinni jókst

Gögnin veita engar vísbendingar um veðþekju. Fréttablaðið/Ernir

Veðsetning hlutabréfa í Kauphöllinni jókst á árinu 2018 miðað við árið þar á undan. Nýbirt gögn Kaupallarinnar sýna að markaðsvirði veðsettra hlutabréfa sem hlutfall af heildarmarkaðsvirði hafi að meðaltali numið 12,87 prósentum á árinu 2018 en meðaltal síðustu sex mánaða ársins 2017 nam 11,25 prósentum.

Gögnin sýna einungis beina veðsetningu þar sem veð í verðbréfi hefur verið skráð á reikning í kerfi Kauphallarinnar.

Gögnin taka því hvorki tillit til þess að lánveitandi gæti haft veð í öllum eigum lántakanda, þar á meðal hlutabréfum, né innihalda þau upplýsingar um óbeinar veðtökur með gerð framvirkra samninga eða annarra afleiðna. Loks er rétt að taka fram að gögnin veita engar vísbendingar um veðþekju.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Innlent

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing

Nýjast

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing