Innlent

Verslanir Bílanausts lokaðar

Verslanir Bílanaust hafa verið lokaðar í dag en viðskiptavinir varahlutakeðjunnar hafa komið að lokuðum dyrum með miða sem segir að verslunin sé „lokuð vegna breytinga.“

Vísir greinir frá því að boðið hafi verið til starfsmannafundar í morgun og að starfsmennirnir hafi verið sendir heim eftir fundinn. Ekki hefur fengist staðfest hvað fór fram á fundinum.

Eins og Fréttablaðið greindi frá í haust leikur vafi á rekstrarhæfi Bílanausts en verulegur samdráttur og tap hafa einkennt rekstur varahlutasölunnar síðustu ár.

Sjá einnig: Vafi leikur á rekstrarhæfi Bílanausts

Tekjur Bílanausts árið 2017 námu rúmum 1,4 milljörðum króna og drógust saman um 14 prósent á milli ára en yfir fimm ára tímabil hafa þær dregist saman um 35 prósent. Tap ársins 2017 nam 118 milljónum króna samanborið við 85 milljónir árið á undan. Uppsafnað tap yfir síðustu fimm ár er rúmlega 300 milljónir króna.

Bílanaust var stofnað árið 1962 og sameinaðist N1 árið 2007. Næstu ár var félagið ekki starfrækt undir vörumerkinu en árið 2012 var starfsemin færð í sérstakt félag. Efstasund keypti Bílanaust vorið 2013.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Samsett hlutfall VÍS endaði í 98,5 prósentum

Innlent

Guide to Iceland stefnir inn á gistimarkaðinn

Innlent

Ásta Þöll og Elísabet til liðs við Advania

Auglýsing

Nýjast

Hagvöxtur í Kína í áratugalágmarki

Þóranna ráðin markaðsstjóri SVÞ

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing