Ís­lenska trygginga­tækni­fé­lagið Verna hefur verið til­nefnt sem eitt af fimm bestu Insur­Tech fyrir­tækjum á Norður­löndunum fyrir Insurance In­novators Nor­dics ráð­stefnuna sem haldin verður í Kaup­manna­höfn í næstu viku.

Mark­mið Verna hefur verið að gera tryggingar ein­faldari, gagn­særri og hag­kvæmari fyrir þá sem taka minni á­hættu í um­ferðinni. Fyrir­tækið notast við nýja tækni og gögn í gegnum smá­forrit til að meta á­hættu með ný­stár­legum hætti og sjálf­virkni­væða alla ferla í trygginga­rekstri.

Frið­rik Þór Snorra­son, for­stjóri Verna, segist stoltur af því að fé­lagið hafi verið valið sem eitt af bestu trygginga­tækni­fé­lögum á Norður­löndum.

„Þessi viður­kenning er til marks um dugnað teymisins okkar og hún hvetur okkur til að halda á­fram á þeirri veg­ferð okkar að vera breytinga­afl í trygginga­geiranum með ný­sköpun og þróun tækni­lausna. Við teljum að tryggingar ættu að vera gagn­særri og sann­gjarnari en þær eru í dag. Frá­bærar við­tökur bíla­tryggingar Verna sýna að neyt­endur kalla eftir breytingum á þessum markaði” sagði Frið­rik.