Samninganefndir flugmanna flugfélagsins SAS og viðsemjendur þeirra hafa komist að samkomulagi um nýja kjarasamninga og er verkfallinu, sem staðið hefur yfir undanfarna sex daga, því lokið.

Richard Gustafson, forstjóri SAS, staðfesti að samningar hefðu náðst á blaðamannafundi í Stokkhólmi í kvöld en NRK greinir frá.

Á fimmtánda hundrað flugmanna félagsins höfðu verið í verkfalli frá því á föstudag í síðustu viku. Hátt í fjögur þúsund flugferðum hefur verið aflýst á því tímabili og hundruð þúsund farþega, sem áttu flug á Norðurlöndunum, fundið fyrir því.

Samningarnir eru til þriggja ára og gera ráð fyrir 3,5 prósent hækkun í ár, 3 prósentum á næsta ári og 4 prósentum árið 2021.