Vinnu­stöðvun starfs­manna á Frétta­blaðinu, Vísi, Morgun­blaðinu og RÚV, hefst klukkan 10:00 í dag. Ekki hafa náðst samningar á milli Blaða­manna­fé­lags Ís­lands og Sam­taka at­vinnu­lífsins um kjör þessara starfs­manna. Engar nýjar fréttir munu birtast á frétta­vefum milli 10:00 og 18:00 í dag.

Sú vinnu­stöðvun sem nú stendur yfir nær til Frétta­blaðsins, Morgun­blaðsins, Sýnar og RÚV og þeir starfs­menn sem lagt hafa niður störf eru ljós­myndarar, mynda­töku­menn og frétta­menn á vef­miðlum.

Um er að ræða aðra vikuna í röð sem vinnu­stöðvun blaða­manna fer fram. Áður en til vinnu­stöðvunar kom höfðu blaða­menn ekki farið í verk­fall síðan árið 1978. Samnings­laust hefur verið milli BÍ og Sam­taka at­vinnu­lífsins (SA) sem fer með samnings­um­boð miðlanna fjögurra í tíu mánuði en sjö mánuðir eru síðan kjara­samningar voru gerðir á al­mennum vinnu­markaði.

Í sam­tali við Frétta­blaðið í gær­kvöldi sagði Hall­dór Benja­mín, for­maður Sam­taka at­vinnu­lífsins, að hann harmaði þá stöðu sem upp væri komin.

„Ég harm­a þess­a nið­ur­­stöð­u. Verk­­föll vald­a öll­um tjón­i. Ekki bara fyr­ir­­tækj­un­um held­ur vald­a þau mikl­u á­lag­i á það starfs­­fólk sem tek­ur þátt í þeim.“

Hjálmar Jóns­son, for­maður BÍ, sagði í gær í sam­tali við Frétta­blaðið að til­boð fé­lagsins hefði verið í sam­ræmi við það sem áður hefði verið lagt upp með og sagði hann lítinn samings­vilja vera til staðar hjá SÍ.

„Það er hverfandi samnings­vilji, því miður, og ó­skiljan­legt hvernig Sam­tök at­vinnu­lífsins hafa tæklað þetta og haldið þessum at­vinnu­rek­endum í gíslingu í raun og veru. Það er hörmu­legt og hræði­legt gagn­vart þessari starfs­stétt sem skiptir svo miklu máli. Það er verk­fall á morgun og kjara­deilan er bara að harðna. Það er engin á­stæða til bjart­sýni, því miður.“

Blaða­menn á rit­stjórn Frétta­blaðsins eru með­limir í Blaða­manna­fé­lagi Ís­lands. Næsta frétt á vefnum mun birtast eftir klukkan 18:00.