Fulltrúar Norðuráls og Verkalýðsfélags munu fara á fund ríkissáttasemjara þann 18.ágúst næstkomandi til að freista þess að ná niðurstöðu í yfirstandandi kjaradeilu.

Að óbreyttu mun yfirvinnubann hefjast þann 1.september næstkomandi. Ef ekki samningar nást ekki fyrir 1.desember munu starfsmenn álvers Norðuráls á Grundartanga leggja niður störf og fara í verkfall.

Heimildir herma að lítilla tíðinda sé að vænta í vinnudeilunni þangað fram að samningafundinum þann 18.ágúst.

Verkalýðsfélag Akraness segja forsvarsmenn Norðuráls neita því að hækka laun starfsmanna í samræmi við lífskjarasamninga. Norðurál hefur boðið samanlagt tæplega 47 þúsund króna hækkun á launataxta byrjenda fram til ársins 2022. Verkalýðsfélagið heldur því fram að hækkunin eigi að vera 73 þúsund krónur.