Hagstofan tilkynnir á eftir út vísitöluna fyrir september. Veritabus hefur gert eigin mælingu á hækkun vísitölunnar og telur að raunveruleg tólf mánaða hækkun nemi 9,3 prósentum en ekki 9,2 prósentum. Mismunur milli mælinganna skýrist af mismunandi tímasetningu mælinga.

Þeir liðir sem aðallega hafa áhrif til lækkunar verðbólgu eru húsnæði, sem hækkar einungis um 0,1 prósent milli mánaða, og ferðir og flutningar, sem lækka um 2,5 prósent milli mánaða. Báðir þessir liðir, ásamt mat og drykkjarvöru, hafa verið drifkraftar mikillar verðbólgu síðustu tólf mánuði.