Róbert Wess­man, stjórnar­for­maður og stofnandi Al­vogen og Al­vot­ech, tekur við sem for­stjóri fyrir­tækisins Al­vot­ech í byrjun næsta árs. Í sam­tali við Frétta­vaktina á Hring­braut sem sýnd var fyrr í kvöld segir Róbert engar stór­vægi­legar breytingar fylgja í kjöl­farið.

„Þetta er bara beint fram­hald af því sem við erum búin að vera að gera. Mark Levick sem var for­stjóri í tæp þrjú ár byggði upp fé­lagið með það að leiðar­ljósi að koma fyrstu vörunum á markað og byggja upp að­stöðu fyrir­tækisins,“ segir Róbert.

Það sem taki við núna sé að halda á­fram að byggja upp sölu­netið. Levick, sem sé læknir að mennt, hafi óskað eftir því að hægja að­eins á þar sem hann sé að fara að kenna í Cam­brid­ge há­skóla og vilji ein­beita sér að vísinda­störfum þar.

„Stjórnin óskaði eftir því að ég tæki við eftir að hann óskaði eftir því að draga úr vinnu. Þannig að þetta er í raun og veru bara eðli­legt fram­hald,“ segir Róbert.

Róbert hyggst halda á­fram sem stjórnar­for­maður í fyrir­tækinu, en hann segir það al­þekkt bæði í Banda­ríkjunum sem og Lúxem­borg, þar sem fé­lagið sé með móður­fé­lagið.

„Ég er í dag fjöru­tíu prósent hlut­hafi þannig að ég var að­eins nískur á að skilja stjórnar­sætið eftir tómt. En það kemur ekki niður á neinu og mun eftir sem áður ein­beita mér að öllum krafti með fólkinu að koma þessum lyfjum öllum á markað og spennandi tímar fram undan,“ segir Róbert.

Við­talið í fullri lengd má sjá hér að neðan.