Verð hlutabréfa Icelandair hefur lækkað um nærri 5,5 prósent það sem af er degi í kauphöllinni og stendur gengi nú í 9,3 krónum á hlut. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að hópur bandarískra fjárfesta hafi keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air í þeim tilgangi að setja flugfélagið aftur á fót.

Páll Ágúst Ólafsson lögfræðingur sagði í samtali við Fréttablaðið að enginn úr hópi fyrrverandi eigenda eða stjórnenda hins fallna flugfélags hafi haft aðkomu að viðskiptunum.

Fréttir af nýjum keppinauti höfðu áhrif á Icelandair og hefur gengi gengi hluta­bréfa Icelanda­ir Group fallið um 5,45 prósent í kauphöllinni. Icelandair hefur enn ekki birt afkomuspá fyrir árið 2019.