Verðbólgumæling aprílmánaðar var langt umfram væntingar, en vísitala neysluverð hækkaði um 0,71 prósent frá fyrri mánuði. Tólf mánaða verðbólga hækkar því úr 4,3 prósentum í 4,6% prósent.

Greiningaraðilar á markaði sem gefa út verðbólguspár höfðu spáð hækkun á bilinu 0,05 prósent til 0,27 prósent. Því er ljóst að mæling aprílmánaðar er langt umfram væntingar.

Reiknuð húsaleiga hækkaði um 2,5 prósent, en það hafði áhrif til 0,5 prósent hækkunar á vísitöluna. Matur og drykkjarvörur hækkuðu um 1,1 prósent, sem hafði áhrif til 0,16% prósent hækkunar á vísitölu neysluverðs. Þar af voru mjólkurvörur 0,11%.