Vísi­tala neyslu­verðs hækkaði um 1,39% á milli mánaða og mælist árs­verð­bólga nú 10,2%. Þetta kemur fram í tölum sem Hag­stofa Ís­lands birti í morgun.

Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hækkaði um 1,81% á milli mánaða.

Í frétt Hag­stofunnar kemur fram að verð á mat- og drykkjar­vörum hafi hækkað um 1,9% (á­hrif á vísi­töluna 0,30%), verð á fötum og skóm hækkað um 6,8% (0,21%) og verð á hús­gögnum, heimilis­búnaði o.fl. hækkað um 8,7% (0,53%).

Síðast­liðna tólf mánuði hefur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 10,2% og vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 8,9%.