Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í september 2022 hækkar um 0,09 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar einnig um 0,09 prósent frá ágúst 2022.

Verð á fötum og skóm hækkaði um 4,6 prósent (áhrif á vísitöluna 0,15 prósent) og verð á raftækjum til heimilsnota hækkaði um 5,4 prósent (0,10 prósent). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 17,9 prósent (-0,42 prósent).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,3 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,0 prósent.

Þessi hækkun vísitölunnar er sú sama og Veritabus spáði fyrr í morgun.