Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2022 hækkar um 0,66 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,76 prósent frá nóvember 2022.

Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,6 prósent (áhrif á vísitöluna 0,10 prósent) og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 19,4 prósent (0,34 prósent).

Ársmeðaltal vísitölu neysluverðs árið 2022 var 8,3 prósentum hærra en meðalvísitala ársins 2021. Samsvarandi breyting var 4,4 prósent árið 2021 og 2,8 prósent 2020.

Ársmeðaltal vísitölu neysluverðs án húsnæðis árið 2022 var 6,1 prósenti hærra en meðalvísitala ársins 2021. Samsvarandi breyting var 3,8 prósent árið 2021 og 3,0 prósent 2020.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,6 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,5 prósent.

Samræmd vísitala neysluverðs í Evrópu var birtí gær. Samkvæmt henni er ársverðbólgan hér á landi sjö prósent og sú þriðja lægsta í Evrópu.