Verðbólga jókst um 0,59 prósent í október frá fyrri mánuði. Meðalspá greinenda hljóðaði upp á 0,5 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,5 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,0 prósent.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis jókst um 0,47 prósent frá september, að því er kemur fram í tilkynningu.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,4 prósent (áhrif á vísitöluna 0,23 prósent). Verð á bensíni og olíum hækkaði um 4,2 prósent (0,13 prósent).