Verðbólga í Frakklandi mældist 7,2 prósent og hækkaði úr 7,0 prósentum í janúar. Hagfræðingar höfðu spáð óbreyttri verðbólgu. Á Spáni mældist verðbólgan 6,2 prósent í febrúar en var 5,9 prósent í janúar. Hagfræðingar höfðu spáð lækkun í 5,5 prósent þannig að miklu skeikaði á spám og raunverulegri niðurstöðu.
Hlutabréfavísitölur í öllum helstu kauphöllum álfunnar lækkuðu á bilinu 0,1 til 1 prósent.Í Financial Times var haft eftir Mabrouk Chetouane, yfirmanni alþjóðamarkaða hjá Natixis Investment Managers, að lækkunin stafaði af hinum óvæntu verðbólgutölum frá Spáni og Frakklandi. „Nú er spurningin hversu lengi vaxtahækkunarferlið varir og hve hátt vextirnir þurfa að fara, auk þess sem áhrifa mun gæta á vinnumarkaði.“
Í Bandaríkjunum lækkuðu framvirkir samningar við fréttirnar en Nasdaq og S&P 500 vísitölurnar jöfnuðu sig eftir að markaðir opnuðu.
Hlutabréfavísitölur í kauphöllum álfunnar lækkuðu um á bilinu G 0,1 til 1 prósent.
Á mánudaginn birtust tölur sem benda til þess að kraftur sé í bandarísku efnahagslífi. Fjárfesting jókst um 0,8 prósent í janúar, en flugvélar og hergögn eru ekki inni í þeim útreikningum. Þetta er vel yfir því sem greinendur bjuggust við.
Bandarísk hlutabréf fóru lækkandi allan febrúarmánuð en tóku lítið eitt við sér í gær.