Verðbólgan vestra er því enn með því hæsta sem þekkst hefur í 40 ár.

Hækkunin frá því í mars var 0,3 prósent, en milli febrúar og mars nam hækkunin 1,2 prósentum, enda komu þá til miklar verðhækkanir á hrávöru og olíu vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Hagfræðingar höfðu vonast til að lækkun yrði milli mars og apríl, meðal annars vegna þess að verðhækkun á olíu og annarri orku hafði gangið að hluta til baka, en varð ekki að ósk sinni.

Allt bendir til þess að hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum lækki strax við opnun en evrópskir hlutabréfamarkaðir lækkuðu þegar verðbólgutölurnar vestan hafs voru birtar. Í íslensku kauphöllinni eru flestar tölur grænar, einungis Sýn hafði lækkað klukkan 13.