Vís­i­tal­a neysl­u­verðs fyr­ir júní hækk­að­i um 1,4 prós­ent mill­i mán­að­a. Hækk­un­in síð­ast­liðn­a 12 mán­uð­i er 8,8 prós­ent og hef­ur ekki mælst meir­i síð­an í desember 2009 þeg­ar 12 mán­að­a hækk­un­in mæld­ist 9,7 prós­ent.

Á vef Hag­stof­unn­ar er að finn­a verð­bólg­u­töl­ur hér á land­i allt aft­ur til 1939 og fróð­legt er að grúsk­a ei­lít­ið í þeim.

Fimm mis­mun­and­i vís­i­töl­ur og vís­i­töl­u­grunn­ar hafa ver­ið not­að­ir á þess­u 83 ára tím­a­bil­i svo gera verð­ur þann fyr­ir­var­a að töl­ur svo langt aft­ur í tím­ann kunn­i að vera á ein­hvern hátt ó­sam­bær­i­leg­ar. Sam­an­burð­ur á láns­kjar­a­vís­i­töl­u sem reikn­uð hef­ur ver­ið í ár­a­tug­i og vís­i­töl­u neysl­u­verðs gef­ur þó til kynn­a að þær séu í stór­um drátt­um sam­an­burð­ar­hæf­ar.

Ís­land hef­ur löng­um ver­ið með­al þeirr­a ríkj­a í heim­in­um sem glím­a við mest­u verð­bólg­un­a. Að baki því liggj­a ýms­ar á­stæð­ur. Lengst af á síð­ust­u öld byggð­i efn­a­hag­ur lands­ins og út­flutn­ings­tekj­ur á ein­um at­vinn­u­veg­i, sjáv­ar­út­veg­i.

Áður fyrr byggði efnahagur landsins á einum atvinnuvegi.

Tekjuöflun á fleiri stoðum

Nú stendur tekj­u­öfl­un þjóð­ar­inn­ar á fleir­i stoð­um en út­flutn­ing­i sjáv­ar­af­urð­a. Sjálf­bær ork­u­fram­leiðsl­a hef­ur ver­ið öfl­ug og vax­and­i út­flutn­ings­grein í ríf­leg­a hálf­a öld. Þekk­ing­ar­iðn­að­ur, sér­stak­leg­a á svið­i líf­tækn­i og erfð­a­rann­sókn­a hef­ur fært björg í bú og ekki sér fyr­ir end­ann á því. Þá er ferð­a­þjón­ust­an orð­in öfl­ug­ast­a út­flutn­ings­grein þjóð­ar­inn­ar, eins og við fund­um vel fyr­ir í Co­vid.
Ís­land 2022 er því um flest í ór­a­fjar­lægð frá því Ís­land­i sem til var árið 1939. At­vinn­u­líf og hag­kerf­i hafa gjör­breyst. Eitt hef­ur þó fylgt þjóð­inn­i all­an þenn­an tíma. Það er ó­stöð­ug­leik­inn. Þeg­ar lín­u­rit yfir verð­bólg­u frá 1939 er skoð­að er ljóst að ferð okk­ar fram til dags­ins í dag hef­ur ver­ið mik­il rúss­í­ban­a­reið.

Strax í Seinn­i heims­styrj­öld­inn­i rauk verð­bólg­a upp úr öllu vald­i og fór í nærr­i 44 prós­ent 1942. Næst­u ár hélst verð­bólg­a skap­leg á ís­lensk­an mæl­i­kvarð­a en sveifl­að­ist samt á bil­in­u 0-9 prós­ent fram til 1950.

Eftir stríð­ið sett­u Band­a­ríkj­a­menn Mars­hall-að­stoð­in­a á fót fyr­ir stríðs­hrjáð ríki Evróp­u. Ís­lend­ing­ar nutu góðs af því þrátt fyr­ir að stríð­ið hefð­i ver­ið upp­gangs­tím­i hér á land­i. Ný­sköp­un­ar­stjórn­in not­að­i doll­ar­an­a til að kaup­a tog­ar­a, hina svo­köll­uð­u ný­sköp­un­ar­tog­ar­a, og fyrr en varð­i voru pen­ing­arn­ir bún­ir og gott bet­ur.

Árið 1950 rauk verð­bólg­an upp í 43 prós­ent úr 4,9 prós­ent­um árið áður. Or­sak­ar­inn­ar var að leit­a í stór­kost­leg­u eyðsl­u­fyll­ir­í­i rík­is­stjórn­ar­inn­ar og fyr­ir­hyggj­u­leys­i. Næst­u tvo ár­a­tug­i var verð­bólg­a mik­il og sveifl­u­kennd, hljóp gjarn­an á bil­in­u 10-15 prós­ent. Vert er að geta þess að eitt árið, 1959, varð verð­hjöðn­un hér á land­i. Hún staf­að­i hins veg­ar af því að bæði kaup og verð­lag hafð­i ver­ið lækk­að með lag­a­setn­ing­u og því er lít­ið að mark­a þett­a frá­vik.

Verð­bólg­u­ár­a­tug­irn­ir

Undir lok sjö­und­a ár­a­tug­ar­ins, í tíð Við­reisn­ar­stjórn­ar­inn­ar, óx verð­bólg­an mik­ið og nálg­að­ist 20 prós­ent 1968 eft­ir að norsk-ís­lensk­i síld­ar­stofn­inn hrund­i og síld­ar­æv­in­týr­ið hlaut snögg­an endi. Hér á land­i varð mik­il krepp­a þeg­ar síld­in hvarf og fólks­flótt­i varð úr land­in­u. Verð­bólg­an skrapp aft­ur sam­an og kosn­ing­a­ár­ið 1971 hækk­að­i verð­lag um rúmt eitt prós­ent.
Við­reisn­ar­stjórn­in féll í kosn­ing­un­um og við tók vinstr­i stjórn Fram­sókn­ar, Al­þýð­u­band­a­lags og Sam­tak­a frjáls­lyndr­a og vinstr­i mann­a. Hófst þá ár­a­tug­ur, sem gjarn­an er ým­ist kennd­ur við Fram­sókn­ar­flokk­inn eða verð­bólg­u.

Raun­ar er ekki rétt að tala um einn ár­a­tug vegn­a þess að næst­u tvo ár­a­tug­i, fram til 1990 – fram að Þjóð­ar­sátt­inn­i fræg­u, varð verð­bólg­a á Ís­land­i slík að verð­bólg­u­töl­ur gáfu til kynn­a að land­ið væri í Suð­ur-Amer­ík­u frek­ar en Vest­ur-Evróp­u.

Árið 1974 varð verð­bólg­an rúm 50 prós­ent. Það ár hrökkl­að­ist vinstr­i stjórn­in frá völd­um og við tók rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar. Ekkert lát varð á óð­a­verð­bólg­unn­i. Á átt­und­a ár­a­tugn­um var ol­í­u­krepp­a í heim­in­um og verð­bólg­a mik­il en hverg­i á vest­ur­lönd­um neitt í lík­ing­u við það sem hér var.

Engu máli skipt­i hvað­a rík­is­stjórn­ir sátu, verð­bólg­an á Ís­land­i var stjórn­laus – 40 prós­ent, 50 prós­ent, 60 prós­ent og 1983 mæld­ist hún 70 prós­ent og fór raun­ar upp í 130 prós­ent í júní það ár. Jafn­vel tólf mán­að­a verð­bólg­u­hrað­inn fór yfir 100 prós­ent um mitt það ár. Frá 1980-1983 sat veik rík­is­stjórn sem misst­i með öllu stjórn efn­a­hags­mál­a.

Á­stand­ið skán­að­i eft­ir að rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks komst til vald­a sum­ar­ið 1983 og 1986 náð­ist verð­bólg­an nið­ur í 12,8 prós­ent, sem Ís­lend­ing­um þótt­i lág tala á þeim tíma.

Eftir að Þjóð­ar­sátt­in náð­ist mill­i að­il­a vinn­u­mark­að­ar­ins og stjórn­vald­a 1990 hófst lengst­a „stöð­ug­leik­a­skeið“ Ís­lands­sög­unn­ar. Í 18 ár hélst verð­bólg­an und­ir 10 prós­ent­um þótt hún væri samt sem áður hærr­i og sveifl­u­kennd­ar­i hér en á öðr­um vest­ur­lönd­um.

Engu máli skipt­i hvað­a rík­is­stjórn­ir sátu, verð­bólg­an á Ís­land­i var stjórn­laus

Verð­bólg­an gæg­ist fram á ný

Stöð­ug­leik­a­skeið­in­u lauk með brak­i og brest­um í hrun­in­u 2008. Raun­ar má færa rök fyr­ir því að því hafi lok­ið fyrr vegn­a þess að verð­bólg­a 2006-7 var tals­verð þrátt fyr­ir að geng­i ís­lensk­u krón­unn­ar væri í hæst­u hæð­um vegn­a há­vaxt­a­stefn­u Seðl­a­bank­ans og mik­ils inn­streym­is gjald­eyr­is vegn­a vaxt­a­mun­ar­við­skipt­a er­lendr­a spá­kaup­mann­a sem svo brennd­u sig illa í hrun­in­u þeg­ar kom­ið var á gjald­eyr­is­höft­um.

Frá 2010 var til­töl­u­leg­ur verð­stöð­ug­leik­i hér allt fram að Co­vid. Or­sak­ir stöð­ug­leik­ans voru með­al ann­ars þær að ferð­a­mönn­um fjölg­að­i gíf­ur­leg­a og ís­lensk­a krón­an styrkt­ist á ný eft­ir helm­ings­fall í hrun­in­u.

Nú stefnir verð­bólg­an hér á land­i og ann­ars stað­ar í hæst­u hæð­ir vegn­a Co­vid og inn­rás­ar­stríðs Rúss­a í Úkra­ín­u. Ís­lensk­i seðl­a­bank­inn hef­ur und­an­far­ið ár hækk­að vext­i meir­a og hrað­ar en nokk­ur seðl­a­bank­i í okk­ar heims­hlut­a. Ekki virð­ist það þó bíta á vax­and­i verð­bólg­u enn sem kom­ið er.

Ein á­stæð­a þess að Seðl­a­bank­inn hækk­ar vext­i svo mik­ið og hratt og raun ber vitn­i er að í­búð­a­verð hef­ur hækk­að gíf­ur­leg­a hér á land­i að und­an­förn­u.

Verð­bólg­u­mæl­ing­ar Hag­stof­unn­ar aft­ur til 1939 hafa að geym­a verð­hækk­an­ir bæði með og án hús­næð­is­lið­ar­ins marg­fræg­a. Þeg­ar á­hrif hans á verð­lag eru skoð­uð kem­ur í ljós að nær alla síð­ust­u öld hækk­að­i hús­næð­is­lið­ur­inn minn­a en al­mennt verð­lag og hafð­i því á­hrif til lækk­un­ar verð­bólg­u.

Í kring­um ald­a­mót­in sner­ist þett­a við og hús­næð­i tók að hækk­a hrað­ar en al­mennt verð­lag í land­in­u. Í hrun­in­u varð jafn­væg­i á hækk­un al­menns verð­lags og hús­næð­is en frá 2013 hef­ur hús­næð­i hækk­að mun hrað­ar en al­mennt verð­lag þann­ig að síð­ast­a ár­a­tug­inn hef­ur vís­i­tal­an með hús­næð­is­liðn­um hækk­að um 15 prós­ent um­fram það sem ver­ið hefð­i ef hús­næð­is­lið­ur­inn væri ekki reikn­að­ur með.