Verð á timbr­i vest­an­hafs er í sög­u­leg­um hæð­um og ekki er út­lit fyr­ir að það fari lækk­and­i á næst­u miss­er­um. Helst­a skýr­ing­in er gríð­ar­leg eft­ir­spurn vegn­a bygg­ing­ar hús­næð­is en ekki hef­ur ver­ið byggt jafn mik­ið af heim­il­um í Band­a­ríkj­un­um síð­an árið 2006, skömm­u áður en hús­næð­is­mark­að­ur­inn þar hrund­i sem var ein helst­a á­stæð­a fjár­mál­a­krepp­unn­ar 2008.

Verð á timbr­i til af­hend­ing­ar í maí, sem mælt er í þús­und fet­um eða rúm­leg­a 304 metr­um, end­að­i í 1.500 doll­ur­um við við­skipt­i á mörk­uð­um á föst­u­dag. Það gera um 187 þús­und krón­ur. Verð­ið hef­ur hækk­að nán­ast án af­láts það sem af er ári og græð­a timb­ur­fram­leið­end­ur á tá á fingr­i.

Hækk­and­i hús­næð­is­verð ekki dreg­ið úr eft­ir­spurn

Timb­ur­fram­leið­end­ur hafa ekki und­an við að svar­a eft­ir­spurn og seg­ir Eric Crem­ers, fram­kvæmd­a­stjór­i timb­ur­fram­leið­and­ans Potl­atchD­elt­ic Corp. í sam­tal­i við Wall Stre­et Jo­urn­al að út­lit sé fyr­ir að eft­ir­spurn­in auk­ist enn frem­ur, sem og verð­ið, hækk­i ekki vext­ir á hús­næð­is­lán­um eða COVID-19 far­ald­ur­inn versni.

„Verk­tak­ar segj­a hús­næð­is­mark­að­inn slá hvert met­ið á fæt­ur öðr­um og þeir þurf­a timb­ur til að byggj­a hús,“ sagð­i Crem­ers á fund­i með fjár­fest­um í síð­ust­u viku. Hann nefnd­i sem dæmi að til að laga girð­ing­u við hús hans, sem fauk í burt­u í ó­veðr­i, hafi hann þurft að keyr­a meir­a en 160 kíl­ó­metr­a til að finn­a hrá­efn­i til að laga hana.

Þrátt fyr­ir að hús­næð­is­verð hækk­i hröð­um skref­um í Band­a­ríkj­un­um er ekk­ert lát á eft­ir­spurn eft­ir timbr­i og kaup­end­ur setj­a ekki hátt verð þess fyr­ir sig. Verk­tak­ar hafa hækk­að verð á hús­næð­i til að mæta aukn­um hrá­efn­is­kostn­að­i en það hef­ur ekki haft nein á­hrif á á­sókn í hús­næð­i.